Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur

Aldís Þorbjörg, sálfræðingur, sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum. Svo sem kvíða, streitu, þunglyndi, lágu sjálfsmati og áföllum. Aldís sinnir einnig para- og kynlífsráðgjöf. Aldís er í framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla (University of Michigan).

 

Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum.

Þekking á málefnum hinsegin fólks

Aldís Þorbjörg hefur starfað sem ráðgjafi hjá samtökunum ´78 síðastliðin ár og hefur þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Aldís hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks. 


Samkenndarmiðuð meðferð, HAM og EMDR

Aldís Þorbjörg hefur setið vinnustofur um samkenndarmiðaða meðferð (compassion focused therapy) og hugræna atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy). Aldís hefur lokið þjálfun í notkun EMDR við áföllum.

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is