Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur

Aldís Þorbjörg, sálfræðingur, sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og ungu fólki, svo sem kvíða, streitu, þunglyndi og lágu sjálfsmati. Hún hefur einnig sérstakan áhuga á pararáðgjöf og uppeldisráðgjöf.

 

Aldís Þorbjörg lauk Cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum.

Þekking á málefnum hinsegin fólks

Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá samtökunum 78 síðastliðin ár og hefur þekkingu á málefnum hinsegin fólks.


Samkenndarmiðuð meðferð og HAM

Aldís Þorbjörg hefur setið vinnurstofur um samkenndarmiðaða meðferð (compassion focused therapy) og hugræna atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy). Hún stefnir á framhaldsnám í para- og kynlífsráðgjöf vorið 2019.

 

Netfang: aldis@dmg.is

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is