top of page
Ásta.jpg
Ásta Rún Valgerðardóttir, sálfræðingur

Ásta sinnir greiningu og meðferð við sálrænum vanda hjá fullorðnum, s.s. áfallastreituröskun og tengdum vandamálum, þunglyndi, kvíða og lágu sjálfsmati. Hún hefur einnig mikla þjálfun í að veita áfallahjálp.

Menntun

Ásta lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2008 og cand.psych prófi við sama háskóla árið 2011. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið og vinnustofur um  meðferð við áfallastreituröskun, samkenndarmeðferð, núvitund, meðferð við kvíða, þunglyndi o.fl.

 

Störf

Hún vann sem sálfræðingur á Landspítala (áfallateymi, átröskunarteymi, innlagnardeild og bráðamóttaka) í um sjö ár samhliða sálfræðikennslu í Háskóla Íslands og námskeiðahaldi í heilsugæslustöðvum. Núna starfar hún sem sálfræðingur við Háskóla Íslands ásamt því að vera á Domus Mentis Geðheilsustöð.

 

Sími: 680-9697

Netfang: asta@dmg.is

bottom of page