S. Stella Viktorsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

  • Sinnir vanda vegna barna og ungmenna.

  • Almennri para- og fjölskyldumeðferð.

  • Samskiptavanda í fjölskyldum.

  • Tengslavanda innan fjölskyldu.

S. Stella Viktorsdóttir lauk BA-námi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands 1999, lauk félagsráðgjafarnámi 2003, fjölskyldumeðferðarnámi frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2013.
 

Starf með fötluðum

Stella hefur töluverða reynslu af vinnu með fötluðum og hefur starfað sem félagsráðgjafi frá útskrift 2003.  Hefur reynslu af barna- unglinga- og fjölskyldumálum. Starfaði á Barna- og unglingageðdeild árið 2003-2005, starfaði sem félagsráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar í barnavernd 2005-2014. 

MST - fjölkerfameðferð

Starfar nú hjá Barnaverndarstofu sem MST- þerapisti (MST-Fjölkerfameðferð).  Auk þess hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands. 

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is