
Helga Þórunn Arnardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Í störfum sínum hefur Helga Þórunn einkunn starfað með foreldra við uppeldisráðgjöf, tengsla og tilfinningavanda og samskiptavanda innan fjölskyldna.
ADHD
Helga Þórunn hefur mikla reynslu í vinnu með foreldrum og börnum með ADHD, börnum með frávik í þroska sem og hegðunar og tilfinningavanda.
Hegðun og líðan barna í skóla
Helga Þórunn hefur einnig unnið mikið í þverfaglegu samstarfi í skólaþjónustu vegna vandamála tengdum skólasókn sem og hegðunar og líðunar barna í skóla. Hún starfaði sem unglingaráðgjafi og hefur mikla reynslu af störfum með börnum og unglingum. Hún hefur sinnt uppeldisráðgjöf og haldið námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ bæði fyrir foreldra og starfsfólk leikskóla.
Meðferð barna með frávik í þroska, hegðun og líðan
Helga Þórunn hefur jafnframt sótt fjölda fyrirlestra, ráðstefnur og námskeið sem varða greiningu og meðferð barna með frávik í þroska, hegðun og líðan. Varðandi samskipti og tengsl innan fjölskyldna, hjónabandsráðgjöf, tölvunotkun barna, átraskanir og fleira.
Menntun
Helga Þórunn útskrifaðist sem alþjóðlegur kundalini jógakennari (jóga vitundar) árið 2013 og þekkir vel kosti hugleiðslu og aðferðir núvitundar (mindfulness).
Helga Þórunn útskrifaðist með sérfræðimenntun sem fjölskyldumeðferðarfræðingur í júní 2016. Hún býður upp á ráðgjöf, stuðning og/eða meðferð. Hún sinnir einstaklingsmálum, barna- og unglingamálum, hjóna/para ráðgjöf og fjölskyldumeðferð.
-
Helga Þórunn útskrifaðist sem löggiltur félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 2002.
-
Kundalini jógakennari árið 2013 frá The Kundalini Research Institute.
-
Fjölskyldumeðferðarfræðingur frá EHÍ árið 2016.
Störf
2002-2007 í könnunar- og meðferðarteymi Barnaverndar Reykjavíkur.
2007- 2016 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.
2016- Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Miðborgar og Hlíða.
2016- sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð.
-
899-2180, 581-1009