Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Íris Eik sinnir almennri para- og fjölskyldumeðferð:

  • Samskiptavandi í fjölskyldum.

  • Vandi í parsambandi s.s. samskiptavandi, trúnaðarbrestur og nándarleysi.

  • Vandi vegna barna og ungmenna.

  • Fíknivandi og áhættuhegðun.

  • Aðstandendaráðgjöf vegna afbrota, fíknivanda, geðröskunar, eða annarra veikinda. 

  • Ráðgjöf varðandi tímastjórnun og skipulagningu í vinnu eða heimili.

  • Handleiðsla fyrir fagfólk á sviði velferðarmála og réttarvörslu.

  • Stjórnendahandleiðsla.

Menntun

Íris Eik lauk félagsráðgjafarnámi 2003, meistaragráðu í réttarfélagsráðgjöf 2010,  framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu 2011 frá Háskóla Íslands og fjölskyldumeðferðarnámi frá endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Hún hefur unnið sem félagsráðgjafi í 15 ár á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, fangelsismálastofnun, fíkni- réttar- og öryggisgeðdeildum. Auk þess hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands frá 2007.

 

Í dag starfar hún á eigin stofu sem réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis geðheilsustöð. Íris Eik hlaut sérfræðileyfi í réttarfélagsráðgjöf frá Embætti landlæknis 2018.

 

Ritrýndar greinar

Íris Eik Ólafsdóttir (2011). Viðhorf til betrunar og refsiúrræða: Hvað á að gera við afbrotamenn sem glíma við alvarlegar geðraskanir? Geðvernd: Rit Geðverndarfélags Íslands, 40 (1), bls. 34-37.

Íris Eik Ólafsdóttir (2012). Börn og fangelsisrefsing. Tímarit félagsráðgjafa, 6 (1), bls. 5-12.

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is