
Margrét Gísladóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur
Margrét er doktor og klínískur sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún tekur greiningarviðtöl og veitir fjölskyldumeðferð/stuðning, ráðgjöf fyrir foreldra/aðstandenda einstaklinga (unglinga/ungs fólks) með geðrænan vanda, átröskun og ADHD. Margrét er jafnframt með foreldra-/aðstandendahópa/viðtöl fyrir fjölskyldur einstaklings með átröskun eða ADHD. Einnig býður hún fjölskyldu- og hjónaviðtöl vegna samskiptavanda.
Menntun
Margrét lauk meistaraprófi í geðhjúkrun 2006 frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá sama háskóla 2016 með áherslu á foreldrahópa og foreldraviðtöl einstaklinga með átröskun og ADHD. Hún lauk prófi í fjölskyldu- og hjónameðferð frá University of London (UCL) 2000. Margrét fékk sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun 2010.
Starfsreynsla
Margrét hefur um 25 ára reynslu af að vinna á legudeildum og göngudeildum geðsviðs Landspitala og eitt ár á dagdeild fyrir einstaklinga með átröskun í London. Undanfarin 13 ár hefur hún starfað á göngudeild BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) í almennu teymi og átröskunarteymi ásamt að vera teymisstjóri. Margrét vann áður bæði á legu- og göngudeild geðsviðs frá 1994 og var brautryðjandi í stofun átröskunarþjónustu á Landspítala árið 2001. Einnig rak hún einkastofu ásamt öðrum fagaðilum árin 2003-2011 fyrir einstaklinga/fjölskyldur einstaklinga með átröskun.
Önnur störf
Margrét er stundakennari við HÍ í geðhjúkrun, fjöskylduviðtölum/meðferð og átröskun. Margrét hefur handleitt nemendur í lokaritgerð í hjúkrunarfræði í grunnnámi eða á meistarastigi. Margrét hefur flutt fjölda fyrirlestra fyrir fagaðila um fjölskylduviðtöl/meðferð, átröskun og ADHD.
Ráðgjöf og handleiðsla fyrir fagaðila
Margrét veitir ráðgjöf og handleiðslu fyrir fagaðila í fjölskyldumeðferð/stuðningi fyrir fjölskyldur einstaklinga með átröskun eða ADHD. Jafnframt býður hún handleiðslu fyrir fagaðila á foreldrahópa/-viðtöl einstaklinga með átröskun en handbók fylgir með.
Endurmenntun
Margrét hefur lagt áherslu á viðhalds- og endurmenntun og sótt fjölda námskeiða svo sem í fjölskyldumeðferð, hugrænni atferlismeðferð og hvatningarmeðferð á Íslandi og erlendis.
Margrét veitir meðferð á íslensku og ensku.
5811009, 6922299
Ritstörf
Margrét Gísladóttir, 2020. Handbók fyrir fagaðila; stuðningsmeðferð og fræðsla fyrir foreldra/aðstandendur einstaklinga með átröskun (ÁForM). Býðst rafrænt ásamt handleiðslu.
Svavarsdottir, E.K., Gisladottir M., Tryggvadottir, G.B., & Erlendsdottir R.O. (2020). Enhancing Family Nursing Practice in Schools: School Nurses´Perspective on Illness Beliefs and Family Nursing Practice Skills when Caring for Children with ADHD and Asthma. Hjá ritrýni
Svavarsdottir, E.K., Gisladottir M., & Tryggvadottir, G.B. (2019). Perception on family support and predictors of satisfaction with the healthcare service among families of children and adolescents with serious mental illnesses who are in active psychiatric treatment. J Child and Adolescent Psych Nurs, doi.org/10.1111/jcap.12220
Svavarsdottir, E. K., & Gisladottir, M. (2018). How Do Family Strengths‐Oriented Therapeutic Conversations (FAM‐SOTC) Advance Psychiatric Nursing Practice? J Nurs Scholarship, https://doi.org/10.1111/jnu.12450
Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E. K. (2016). The effectiveness of therapeutic conversation intervention for caregivers of adolescents with ADHD: A quasi-experimental design. J. Psyc Ment Health Nurs, dOI: 10.1111/jpm.12335
Gisladottir, M., Treasure, J., & Svavarsdottir, E. K. (2016). Effectiveness of therapeutic conversation intervention among caregivers of people with eating disorders: Quasi experimental design. J Clin Nurs, doi: 10.1111/jocn.13412
Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E. K. (2016). Development and psychometric testing of the Iceland-Family Illness Beliefs Questionnaire. J Fam Nurs, 22(3), 321-338.
Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E. K. (2011). Educational and support intervention to help families assist in the recovery of relatives with eating disorders. J Psychiatr Ment Hlt, 18(2), 122-130. doi:10.1111/j.1365-2850.2010. 01637.x
Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E.K. (2007). Átraskanir og Calgary fjölskyldumeðferð. Geðvernd, 1 tbl., 20-24.
Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E.K. (2007). Þróun fjölskyldumeðferðar fyrir ungar konur með átröskun. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 4, 83, 24-29.