María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

María var formaður Félagsráðgjafafélags Íslands á árunum 2012 til 2019 og leiddi starf félagsins sem er fag- og stéttarfélag. Áður starfaði hún hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur og Miðgarði fjölskylduþjónustu í Grafarvogi. María hefur unnið við einstaklingsráðgjöf, gæðastjórnun, handleiðslu, stefnumótun og verkefnastjórnun. Hún hefur víðtæka þekkingu á félagsþjónustu og opinberri stjórnsýslu og hefur reynslu af innleiðingu breytinga, umbótastarfi og nýsköpun í velferðarþjónustu. María hefur mikla þekkingu og reynslu af samningamálum,  starfsmannamálum, vinnumarkaðsmálum og vinnuvernd. Hún hefur jafnframt mikla þekkingu á þjónustu við fatlað fólk.

María býður upp á:

 • Handleiðslu og ráðgjöf til einstaklinga og starfsfólks.

 • Stjórnendahandleiðslu.

 • Sáttamiðlun.

 • Fræðslu og ráðgjöf um mannauðsmál, vinnuvernd, samskipti á vinnustöðum, ferla- og gæðastjórnun.

Menntun og starfsferill:

María útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún hóf MA nám við Félagsráðgjafardeild 2009 með áherslu á vinnuvernd og vinnumarkaðsmál en ritgerð er ólokið. María hefur sótt fjölda námskeiða á sviði stefnumótunar, samningatækni, stjórnunar, verkefnastjórnunar, sáttamiðlunar, gæða- og ferlastjórnunar sem og ráðstefnur innanlands og erlendis um velferðarmál.

Starfsferill:

 • Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, 2012-2019.

 • Varamaður í stjórn Brúar lífeyrissjóðs frá desember 2018.

 • Í stjórn Evrópudeildar alþjóðasamtaka félagsráðgjafa (IFSW Europe), 2015-2019. 

 • Formaður sérfræðingateymis um þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir, 2014-2015.

 • Verkefnisstjóri yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til Reykjavíkurborgar, 2010-2012.

 • Aðstoðarkennari og kennari samhliða meistaranámi við HÍ, 2009-2010.

 • Verkefnisstjóri á skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, 2005-2009.

 • Verkefnisstjóri á Fjölskyldusviði Ráðhúss Reykjavíkurborgar, 2004.

 • Upplýsinga- og gæðastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöð.

 • Verkefnastjóri Evrópuverkefnis  hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, 2001-2004.

 • Félagsráðgjafi í Miðgarði, 1998-2000.

 • Átak, félag fólks með þroskahömlun, umræðuhópar og Evrópuverkefni, 1995-2000.

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is