top of page
Grimur_CV.jpg
Grímur Gunnarsson, meistarnemi í sálfræði, annað ár

Grímur Gunnarsson er sálfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík og mun útskrifast sem sálfræðingur vorið 2021. Hann sinnir greiningu  og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum.
   
Hugræn atferlismeðferð:
   
Grímur beitir fyrst og fremst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við greiningu og meðferð. Hann styðst við gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.


Menntun:
Grímur lauk BSc námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017 og MSc námi í sálfræði við Háskólann í Lundi árið 2018. Hann hóf nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2019 og útskrifast vorið 2021.


Grímur hefur klíníska reynslu frá starfsnámi sínu hjá Fangelsismálastofnun Ríkisins undir handleiðslu reyndra sálfræðinga haustið 2020.
 

Handleiðsla:
Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur hjá Domus Mentis mun handleiða Grím í starfsnámi hans hjá Domus Mentis Geðheilsustöð.

bottom of page