top of page
Paola.jpeg

Paola Cardenas, sálfræðingur og fjölskyldufræðingur

Paola Cardenas er sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík.

 

Paola sinnir einkum börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir áföllum, s.s. ofbeldi, slysi eða missi. Einnig vinnur hún með vanda tengd kvíða, þunglyndi og sjálfsmynd. Auk því sinnir hún fjölskyldumeðferð við samskiptavanda sem tengjast börnum og unglingum.

 

Paola er með cand.psych. gráðu í sálfræði auk meistarapróf í fjölskyldumeðferð. Hún er með sérhæfða þjálfun í EMDR meðferð, í notkun áfallamiðaðrar hugrænnar atferlismeðferðar (TF CBT) og í viðtalstækni Forensic Interviewing. Að auki hefur hún sótt fjölda námskeiða sem sem tengjast núvitund og Compasion Focused Therapy.

 

Í sex ár starfaði Paola í Barnahúsi sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi og vann hún með börnum og unglingum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og líkamlegsofbeldis. Þar áður starfaði hún í þrjú ár hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað hjá Rauða kross Íslands og á barna og unglingageðdeild Landspítalans

 

Paola er einnig yogakennari og hefur lokið yogakennaranámi, krakkayogakennaranámi og framhaldsnámi í yogakennslu.

Menntun

2019 - Háskólinn í Reykjavík, Ph.D. nám

2010 - 2012 - Háskóli íslands, MA í fjölskydumeðferð

2005 - 2007 - Háskóli íslands, Cand.psych

1998 - 2001 - Suffolk University í Boston, BA í sálfræði

Hægt er að hafa samband við Paolu með tölvupósti paola@salfraedingur.org og síma 869 8261

bottom of page