Námskeið í reiðistjórnun getur verið árangursríkt til að ná tökum á viðbrögðum við reiði og öðrum erfiðum tilfinningum.

Lærðu að stjórna viðbrögðum þínum
Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur er leiðbeinandi á námskeiðinu en hún hefur víðtæka reynslu í að vinna með fólki sem vill reyta viðbrögðum sínum við reiði og öðrum erfiðum tilfinningum.
10 skipti
Námskeiðið er í tíu skipti, tveir tímar í senn og fer fram tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum, samtals 20 klukkustundir.
Létt og skemmtilegt andrúmsloft
Þátttakendur geta verið allt að 12 en hafa að jafnaði verið um 7 á hverju námskeiði undanfarin ár. Það er létt og skemmtilegt andrúmsloft á námskeiðinu þó að efnið geti verið alvarlegt og hver og einn metur hvernig hann tekur þátt í umræðum og verkefnum sem eru hverju sinni.
Fræðsla og verkefni
Fyrirkomulagið er á þá leið að í hverjum tíma er fræðsla og yfirferð á verkefnum sem þátttakendur hafa unnið heima auk þess sem kenndar eru ýmsar aðferðir og æfingar í hugrænni atferlismeðferð við reiðivanda. Umræður og spurningar frá þátttakendum eru einnig mikilvægir liðir í námskeiðinu.
Að þekkja og skilja reiði
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að þekkja og skilja reiði og eigin reiðiviðbrögð og geti tileinkað sér leiðir til að hafa betri stjórn á eigin tilfinningum og hegðun.
Aðferðir
Aðferðirnar eru byggðar á hugrænni atferlismeðferð, hafa verið árangursmældar og eru því gagnreyndar aðferðir. Námskeiðið hefur verið árangursmælt sem Cand. psych. verkefni Ástdísar Þorsteinsdóttur sálfræðings við Háskóla Íslands.
Skráning
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að hafa samband við Domus Mentis – geðheilsustöð í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.
Comments