top of page
Saevar_Gustavsson.jpg

Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur

Sævar Már starfar sem sálfræðingur á Domus Mentis Geðheilsustöð þar sem hann sinnir almennum sálfræðistörfum. 

Sævar sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun, félagskvíða, felmturröskun, víðáttufælni og þunglyndi fyrir fullorðna og ungmenni (hann sinnir einnig heilsukvíða og ælufælni hjá ungmennum). Einnig veitir hann foreldrum barna á aldrinum 7 til 11 ára með kvíðavanda ráðgjöf sem byggir á því að styðja foreldra við að nota aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að hjálpa barninu takast á við kvíðan.

 

Sævar hefur áður starfað sem sálfræðingur við Anxiety and Depression in Young People (AnDY) Research Clinic við University of Reading, Flensborgarskólann í Hafnarfirði og sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík.

 

Samhliða starfi sínu sem sálfræðingur hefur Sævar sinnt rannsóknum á árangri sjálfshjálparefnis á netinu fyrir einkenni kvíða og þunglyndis sem og rannsóknum á öryggishegðun (safety-seeking behaviour) í almennri kvíðaröskun og birtingarmynd almennrar kvíðaröskunar hjá ungmennum.

 

Menntun: 

Lauk BSc námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2014 og MSc námi í klínískri sálfræði til starfsréttinda við sama skóla árið 2016.

bottom of page