Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur

Áfallaúrvinnsla og meðferð (CPT) vegna ofbeldis, streitu, PTSD og tengdum vanda.

Sálfræðileg meðferð (EMDR) til að vinna úr afleiðingum áfalla, sjá nánar: hér

Hugræn atferlismeðferð (CBT) við þunglyndi, kvíða, sjálfsmatsvanda og fíknivanda hjá unglingum og fullorðnum.

 

Handleiðsla og ráðgjöf

Til foreldra og aðstandenda barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Til stjórnenda og starfsfólks sem starfa með börnum og ungmennum í forvörn gegn kynferðisofbeldi á börnum.

 

Námskeið og fræðsla

Til foreldra, stjórnenda og starfsfólks sem starfar með börnum og ungmennum í forvörn gegn kynferðisofbeldi á börnum. Sjá nánar: Verndarar barna.

Annast Lífsleikni tíma hjá grunnskólabörnum, allt frá 5. bekk og upp í framhaldsskóla.

Námskeið fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Fræðsla um afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldi í æsku (ACE). Sjá nánar:Tengsl erfiðra upplifana í æsku við lífsgæði fólks seinna meir á lífsleiðinni

Menntun

Útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík 2018

Löggiltur sálfræðingur 2018

EMDR sérnám í sálfræðileg meðferð til að vinna úr afleiðingum áfalla 2018

Diplóma í mannauðstjórnun, EHÍ 2007

Ráðgjöf og fræðsla gegn kynferðisofbeldi í æsku

Sérhæfing Sigríðar er fólgin í ráðgjöf og fræðslu gegn kynferðisofbeldi í æsku og afleiðingar tengdar því síðan 2006. Hún er einn af stofnendum Blátt áfram, forvarnarverkefnis gegn kynferðisofbeldi á börnum árið 2004.

 

Sigríður gaf út foreldahandbókina, Einkastaðir líkamans árið 2014. Auk þess hefur Sigríður komið að kynningu á forvörnum og afleiðingum ofbeldis í fjölmiðlum, flutt erindi og stýrt vinnuhópum í samstarfi við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar haustið 2012.

Sigríður veitir einnig ráðgjöf til stofnanna og íþróttafélaga auk annarra félagasamtaka varðandi innleiðingu á starfs- og siðareglum er snúa að verndun barna gegn ofbeldi.

Sigríður er stundakennari við Háskólanum á Akureyri, um sálræn áföll og ofbeldi. Hún hefur einnig annast fyrirlestra erlendis og hefur starfað með Wocad, sem fást við forvarnir gegn áfengis- og vímuefnanotkun kvenna.

 

Einnig kemur hún að samstarfi Blátt áfram við aðrar þjóðir og hefur komið að þjálfun fólks í forvörnum frá Svíþjóð, Noregi, Grænlandi, Lettlandi og Ungverjalandi.

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is