Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir sálfræðingur

Sigríður Jóna, sálfræðingur sinnir greiningu og meðferð hjá ungmennum og fullorðnum. Hún vinnur með þunglyndi, lágt sjálfsmat, svefnvanda og margskonar kvíðavanda.

Meðferð við lyndisröskunum

Sigríður Jóna hefur aðstoðað fólk með einkenni lyndisraskana (vegna þunglyndis, lágs sjálfsmats, svefnvanda) og marskonar kvíða (félagsfælni, almennur kvíði, ofsakvíði, heilsukvíði, áfallastreita) 

ADHD greining og ráðgjöf

Sigríður Jóna sinn greiningu og ráðgjöf vegna ADHD. 

Hugræn atferlismeðferð

Sigríður Jóna styðst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í starfi sínu og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

 

Handleiðsla

Sækir hún reglulega handleiðslu og nýttur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

Menntun:

Sigríður Jóna lauk BA prófi í sálarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og viðbótar diploma í heilbrigðisvísindum árið 2015 frá sama skóla. Útskrifaðist hún með MSc gráðu í klínískri sálfræði vorið 2018 frá Háskólanum í Reykjavík og fékk starfsleyfi sama ár. Að auki hefur hún sótt allmörg námskeið og vinnustofur í greiningu og meðferð sálræns vanda.

Sigríður Jóna var í starfsnámi í ADHD teymi göngudeildar geðsviðs á Landspítalanum, Skóla- og fjölskylduskrifstofu Mosfellsbæjar og á Reykjalundi. Einnig starfaði hún á Öryggis- og réttargeðdeildinni.

Ráðgjafi foreldra barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi

Sigríður Jóna starfar með samtökunum Blátt áfram, sem ráðgjafi í hópi foreldra og fjölskyldna barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is