Silja_edited.jpg
Silja Runólfsdóttir, sálfræðingur

Silja Runólfsdóttir sálfræðingur sinnir greiningu og meðferð á ungmennum og fullorðnum. Sinnir hún meðal annars meðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.

 

Menntun

 

Silja lauk BSc prófi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Fór hún í framhaldinu í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan MA gráðu í júní 2017. Silja útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2019. Silja öðlaðist fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga í starfsnámi sínu en starfsnám sótti hún á þrjá staði, skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, Domus Mentis geðheilsustöð og á taugasviði Reykjalundar. Í gegnum nám og starf hefur Silja fengið tækifæri til að sitja málstofur og ýmis námskeið í umsjón framúrskarandi fræðimanna á sviði greininga og meðferðar sálræns vanda. Silja starfar einnig sem sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

Handleiðsla

 

Silja sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá samstarfsfólki og sérfræðingum á Domus Mentis og heilsugæslunni á Selfossi þar sem samstarfsfólk hennar starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

 

Hugræn atferlismeðferð

 

Í meðferð og við greiningu beitir Silja gagnreyndum aðferðum og styðst hún fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Þá nýtir hún gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.