top of page
Soffía.jpg

Soffía Ellertsdóttir

Sem fjölskyldufræðingur sinnir Soffía einstaklingum, pörum og fjölskyldum sem eiga í vanda.

Viðfangsefni fjölskyldufræðinga geta meðal annars verið:

 • Samskiptavandi – foreldra og barna/unglinga – systkina – tengdaforeldra og tengdabarna

 • Óöryggi og ólíkar áherslur foreldra í uppeldi

 • Flókin samskipti samsettra fjölskyldna – mín, þín og okkar börn

 • Erfiðar aðstæður í tengslum við aðskilnað

Ráðgjöf við fósturfjölskyldur, fósturbörn og foreldra þeirra

Soffía hefur um árabil starfað sem leiðbeinandi á námskeiðum sem haldin eru á vegum Barnaverndarstofu og eru ætluð verðandi fósturforeldrum og þeim sem eru með börn innan fjölskyldu í fóstri. Hún hefur veitt fósturfjölskyldum, fósturbörnum og foreldrum fósturbarna handleiðslu og ráðgjöf.

Menntun

 • Endurmenntun Háskóla Íslands - Fjölskyldumeðferð

 • Háskóli Íslands - Uppeldis og menntunarfræði - Viðbótardiplóma á meistarastigi. Kjörsvið: Heilbrigði og velferð

 • Háskóli Íslands - BS Sálfræði

Meðal námskeiða sem  Soffía hefur sótt má nefna:

 • Tengslavandi hjá leik- og grunnskólabörnum – gagnlegar áherslur og aðferðir sem lofa góðu

 • Emotionally Focused Therapy Training

 • Vinnustofa með Dr. Önnu Ingeborg Pétursdóttur:
  Teaching communication with techniques and concepts from Behavior analysis  (Kennsla boðskipta með aðferðum og hugtakakerfi atferlisgreiningar).

 • Foster Pride námskeið fyrir leiðbeinendur - Dröbak, Noregi

Að auki hefur Soffía sótt fjölda ráðstefna og málþinga bæði innanlands og erlendis er varða málefni barna sem eiga í vanda.

Bóka má tíma hjá Soffíu á dmg@dmg.is og í síma 581 10 09

bottom of page