Tanja Dögg Björnsdóttir, sálfræðingur

Tanja sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum, s.s. kvíðaröskunum, streitu, þunglyndi, áfallastreituröskun o.fl.

Vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu

Tanja hefur sérstakan áhuga á félagskvíða, svefnvanda, lágu sjálfsmati, andlegri vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.

Starfsreynsla

Tanja fékk löggildingu sem sálfræðingur árið 2015. Hún hlaut starfsþjálfun hjá Sálfræðiráðgjöf háskólanema og hjá Landspítalanum þar sem hún starfaði á göngudeild geðsviðs og á kvennadeild.

Hugræn atferlismeðferð

Tanja beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM).

 

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is