
581-1009
Þórdís Jónsdóttir
Sálfræðingur
Þórdís sinnir ólíkum vanda og notar aðallega hugræna atferlismeðferð og hugræna úrvinnslumeðferð við vinnu sína.
Þórdís lauk BA prófi í sálfræði við Háskóla Íslands 2002 og fór síðan í mastersnám í Heilsusálfræði í City University í London 2005 þar sem hún sérhæfði sig í áföllum. Hún hefur unnið síðustu ár á Landspítalanum við erfðaráðgjafadeild og sérhæft sig í arfgengum sjúkdómum og unnið mikið með BRCA arfberum og krabbameinssjúklingum.
Sumarið 2019 kláraði hún einnig mastersnám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, þar fékk hún starfsþjálfun hjá átröskunarteymi LSH, sem skólasálfræðingur hjá þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis og síðan sem barnasálfræðingur við heilsugæsluna Sólvangi í Hafnafirði. Þórdís er einnig menntaður yogakennari og hefur unnið sem yogakennari með börnum og unglingum.
Þórdís hefur mikinn áhuga á ýmis konar áfallavinnu, ólíkum kvíðaröskunum og þunglyndi. Hún vinnur bæði með unglingum og fullorðnum.