top of page
Aron Freyr Kristjánsson

Aron Freyr Kristjánsson

Sálfræðingur

Aron sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Aron styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Aron lauk BSc gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og MSc gráðu í klínískri sálfræði árið 2022 frá sama skóla.

Í náminu hlaut hann fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga frá tveimur ólíkum stöðum. Fyrst á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hann sinnti greiningu og meðferð barna og ungmenna en svo í Þunglyndis- og kvíðateymi Landspítala þar sem hann sinnti greiningu og meðferð fullorðinna. Í starfsnáminu öðlaðist hann m.a. reynslu í meðferð við félagskvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi.

Sem hluta af náminu hefur Aron einnig framkvæmt tvær rannsóknir. Í BSc rannsókninni rannsakaði hann áfallastreituröskun og kulnun meðal fyrstu viðbragðsaðila á Íslandi en MSc rannsóknin snéri að hlutverki öryggisleitandi hegðunar í almennri kvíðaröskun og áhrifum hennar á virkniskerðingu og óhóflegar áhyggjur.


Áhugasvið
Aron hefur áhuga á meðferð við ólíkum kvíðaröskunum, lágu sjálfsmati og þunglyndi.


Starfsreynsla
2022 - Sálfræðingur á Domus Mentis
2021-2022 Ráðgjafi á búsetukjarna fyrir geðfatlaða
2021 Ráðgjafi á Móttökugeðdeild Landspítala
2020- Kennari í Menntaskólanum á Ásbrú
2019-2020 Forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins
2018- Leiðbeinandi hjá Einhverfusamtökunum
2016-2019 Lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum

Handleiðsla
Aron sækir reglulega handleiðslu nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.


Sími:

581-1009

Netfang:

bottom of page