Grímur Gunnarsson

Meistarnemi í sálfræði, annað ár

Grímur Gunnarsson er sálfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík og mun útskrifast sem sálfræðingur vorið 2021. Hann sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum.

Hugræn atferlismeðferð
Grímur beitir fyrst og fremst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við greiningu og meðferð. Hann styðst við gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Menntun
Grímur lauk BSc námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017 og MSc námi í sálfræði við Háskólann í Lundi árið 2018. Hann hóf nám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2019 og útskrifast vorið 2021.

Grímur hefur klíníska reynslu frá starfsnámi sínu hjá Fangelsismálastofnun Ríkisins undir handleiðslu reyndra sálfræðinga haustið 2020.

Handleiðsla
Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur hjá Domus Mentis mun handleiða Grím í starfsnámi hans hjá Domus Mentis Geðheilsustöð.

Sími:

581-1009

Netfang:

© 2019 | DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð | 581-1009  |  dmg@dmg.is