top of page
Henrietta Ósk Gunnarsdóttir

581-1009

Henrietta Ósk Gunnarsdóttir

Sálfræðingur

Ósk sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir að mestu þeim sem upplifa óþægilegar kynferðislegar hugsanir, hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða beitt kynferðisofbeldi.

Hugræn atferlismeðferð
Henrietta Ósk beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Einnig sinnir hún ungmennum sem hafa sýnt af sér óviðeigandi kynhegðun og einstaklingum sem upplifa óþægilegar kynferðislegar hugsanir.

Handleiðsla
Sækir hún reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

Menntun
Henrietta Ósk lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2014 og fór í framhaldinu í nám í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan MA gráðu í febrúar 2017. Útskrifaðist hún með Msc gráðu í klínískri sálfræði vorið 2019 frá Háskólanum í Reykjavík og fékk starfsleyfi sama ár.

Í náminu hlaut hún fjölbreytta klíníska reynslu undir handleiðslu reyndra sálfræðinga, annars vegar á Domus Mentis geðheilsustöð og var þar undir handleiðslu Þóru Sigfríðar Einarsdóttur og hinsvegar Sálfræðihúsinu undir handleiðslu Önnu Kristínar Newton, þar sem hún var heilan vetur. Hún hefur því öðlast þó nokkra þjálfun og reynslu af notkun hugrænnar atferlismeðferðar. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið, vinnustofur og fengið tækifæri til að sitja málstofur framúrskarandi fræðimanna um greiningu og meðferð sálræns vanda.

Henrietta Ósk hefur sömuleiðis lokið bóklegum hluta náms sem veitir sérfræðivottun í atferlisgreiningu (Board Certified Behaviour Analyst Examination).

Henrietta Ósk starfar einnig sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkinsins og er í sérhæfðu teymi á vegum Barnaverndarstofu sem sinnir sálfræðiþjónustu vegna óviðeigandi kynhegðunar barna.

bottom of page