top of page
Karen Guðmundsdóttir

Karen Guðmundsdóttir

Sálfræðingur

Karen Guðmundsdóttir sálfræðingur sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir m.a. meðferð við kvíða, lágu sjálfsmati, fíknivanda og áfallaúrvinnslu.

Karen Guðmundsdóttir sálfræðingur sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir m.a. meðferð við kvíða, lágu sjálfsmati, fíknivanda og áfallaúrvinnslu.

Hugræn atferlismeðferð
Karen Guðmundsdóttir beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Menntun
Karen lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2014. Hún lauk Cand. psych.námi frá Háskóla Íslands 2016 og fékk starfsleyfi sama ár.
Í starfsnámi Cand. psych fór hún á Teig, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar Landspítala, sem sinnir fólki með vímuefnavanda auk annars geðræns vanda.
Karen hefur m.a. fengið þjálfun í EMDR áfallameðferð, lokið sérnámi í núvitund fyrir fagaðila (Teacher Training Pathway, level 1) og fengið þjálfun í núvitund í daglegu lífi (The Present for Adults training).

Hún hefur öðlast þó nokkra þjálfun og reynslu af notkun hugrænnar atferlismeðferðar. Karen hefur einnig sótt ýmis námskeið, vinnustofur og fengið tækifæri til að sitja málstofur framúrskarandi fræðimanna um greiningu og meðferð sálræns vanda.

Karen starfar einnig sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, ásamt því að halda reglulega námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands.

Handleiðsla
Karen sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

Sími:

581 10 09

Netfang:

bottom of page