top of page
Domus Mentis - Geðheilsustöð

Bætt líðan

VELKOMIN
Á DOMUS MENTIS GEÐHEILSUSTÖÐ

Sálfræðimeðferð, ráðgjöf og handleiðsla

umokkur

UM OKKUR

DOMUS MENTIS – Geðheilsustöð (DMG) býður upp á þverfaglega meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Lögð er áhersla á að bjóða upp á víðtæka þjónustu til að stuðla að bættri líðan og geðheilsu fólks. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks sem býr yfir víðtækri þekkingu á geðlækningum, fjölskyldumeðferð og sálmeinafræði.

Þverfagleg meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur

Þverfaglegt samstarf er í öndvegi þar sem slíkt á við til að tryggja hverjum og einum sem besta þjónustu. Hjá okkur ættir þú að geta fundið fagaðila sem hentar þér og þínum vanda. Boðið er upp á aðstoð við áföllum, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, átröskunum, kynlífsvanda, fíknivanda og vímuefnavanda. Starfsfólk DMG sér einnig um sálrænt mat, foreldrastuðning og réttindagæslu.

Ráðgjöf, handleiðsla og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

Við bjóðum einnig upp á þjónustu við fyrirtæki og  stofnanir, m.a. fræðslu fyrir fyrirtæki, handleiðslu fyrir fagfólk (einstaklinga og hópa), stjórnendaráðgjöf, skýrslugerð fyrir tryggingarfyrirtæki eða dómstóla, verktakavinnu fyrir barnaverndarnefndir, félagsþjónustur og aðrar stofnanir.

Áfallavinna og úrvinnsla

Við veitum meðferð í kjölfar áfalls, til dæmis þess að missa ástvin, verða fyrir ofbeldi hvort sem um er að ræða líkamsárás, heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi, slys eða erfið veikindi.

Hægt er að panta tíma og fá nánari upplýsingar með því að fylla út formið hér að neðan.

Barnasálfræði -þjónustuteymi

Hjá okkur starfar sérhæft, þverfaglegt þjónustuteymi fyrir börn. Hjá okkur starfa barnasálfræðingar, fjölskyldu- og félagsráðgjafar ásamt geðlæknum. Hægt er að hafa samband og óska efti nánari upplýsingum fyrir þig og þitt barn.

Sálræn skyndihjálp

Við veitum sálræna skyndihjálp fyrir þá sem hafa lent í áfalli og þurfa strax stuðning.
Þú færð aðstoð við að takast á við eðlilegar tilfinningar í erfiðum aðstæðum og stuðning til að taka næstu skref.

STARFSFÓLK

Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga, meðal annars 
sálfræðingur, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, iðjuþjálfari hjúkrunarfræðingur, geðhjúkrunarfræðingur, kynfræðingur,  sáttamiðlari, sérfræðingur í klínískri sálfræði og geðlæknir. 

ADHD Greiningar

Vegna tilmæla frá Heilsugæslunni þá munu sálfræðingar hjá

Domus Mentis ekki gera ADHD greiningar. Eins taka geðlæknar ekki við
tilvísunum vegna ADHD greininga. Vinsamlegast hafið samband við

Heilsugæsluna vegna slíkra greininga.

FRÆÐSLA

Blue Couch and End Table

Góð geðheilsa

DOMUS MENTIS - GEÐHEILSUSTÖÐ

býður upp á víðtæka þjónustu til að stuðla að bættri líðan og geðheilsu fólks.
Hjá okkur starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, iðjuþjálfar,
félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og kynfræðingar.


Við bjóðum upp á ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur.
Einnig  bjóðum við fræðslu, handleiðslu og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. 

ÞJÓNUSTA
EINSTAKLINGAR OG FJÖLSKYLDUR
Þjónusta
RÁÐGJÖF OG FRÆÐSLA

Boðið er upp á fræðslu og aðstoð við úrvinnslu vanda á vinnustað fyrir starfsfólk og stjórnendur. Samskiptavandi, einelti, kynferðislegt áreiti, álag  og stjórnunarvandi geta haft áhrif á starfsumhverfið, velferð á vinnustað og frammistöðu. Einnig er boðið upp á handleiðslu fyrir einstaklinga og hópa á vinnustað.

SAMSKIPTARÁÐGJÖF

Við bjóðum upp á ráðgjöf og fræðslu varðandi bætt samskipti á vinnustað. Góð samskipti  auka árangur.  Við veitum fyrirtækjum faglega þjónustu vegna samskiptavanda, í kjölfar eineltis, kynferðislegrar áreitni eða þegar alvarleg veikindi starfsfólks hafa reynt á.

SÁLRÆNN STUÐNINGUR

Boðið er upp á sálrænan stuðning fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana þegar erfiðleikar steðja að. Krísustjórnun, breytingastjórnun og yfirtökuferli geta notið góðs af því að hafa fagfólk á geðheilsusviði með í för.

Hópuppsagnir eða neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum geta einnig verið erfið fyrir starfsfólk.

SÁLFRÆÐILEGT MAT 

Við bjóðum upp á sálfræðilegt mat fyrir fyrirtæki og stofnanir, fræðslu, handleiðslu fyrir fagfólk, stjórnendaráðgjöf, skýrslugerð fyrir tryggingarfyrirtæki eða dómstóla ásamt verktakavinnu fyrir barnaverndarnefndir, félagsþjónustur og aðrar opinberar stofnanir.

SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Veitt er gagnreynd meðferð við þunglyndi, kvíða, streituvanda, lágu sjálfsmati, prófkvíða, félagsfælni, sorg, áráttu og þráhyggju, reiðistjórnun og átröskun. Við veitum ráðgjöf í kjölfar ADHD greiningar og annarra greininga.

ÁFALLAMEÐFERÐ

Við veitum meðferð í kjölfar áfalls, til dæmis þess að missa ástvin, verða fyrir ofbeldi hvort sem um er að ræða líkamsárás, heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi, slys eða erfið veikindi. Notast er við hugræna atferlismeðferð, hugræna úrvinnslumeðferð í kjölfar áfalla, berskjöldun og EMDR meðferð.

FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ

Við bjóðum uppá stuðning við fjölskyldur í vanda. Við veitum gagnreynda meðferð og ráðgjöf til að takast á við og vinna úr álagi og samskiptavanda í fjölskyldum. Álag getur átt við líkamleg og andleg veikindi, áföll, sorgarferli, missi, barnauppeldi, ágreining og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.

SAMBANDSRÁÐGJÖF

Boðið er uppá para- og sambandsráðgjöf til að bæta samskipti og auka gleðina í sambandinu.   Við beitum gagnreyndum aðferðum  og hjálpum pörum að styrkja parasambandið, að vera vinir en samt par og finna jafnvægi í  varðandi uppeldi og fjármál, vinnu og frítíma, kynlíf og samskipti.

ÞJÓNUSTA
FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
VELLÍÐAN Á VINNUSTAÐ- ÞJÓNUSTUSAMNINGUR

Domus Mentis býður upp á heildstæða þjónustu fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtæka. Áhersla er lögð á persónulega og faglega þjónustu til að stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan á vinnustað sem er forsenda árangurs og arðsemi fyrirtækisins.

Þjónustusamningur getur falið í sér fræðslu, ráðgjöf og úttektir eftir þörfum, meðal annars EKKÓ þjónustu. Samningur felur ávallt í sér forgang að þjónustu sérfræðinga Domus Mentis. 

EKKÓ ÞJÓNUSTU

EKKÓ stendur fyrir einelti, kynbundið- og kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Domus Mentis bíður upp á alhliða EKKÓ þjónustu þar sem leitast er við að styðja við stjórnendur varðandi fræðslu og forvarnir í þessum málflokki, ásamt því að styðja við stjórnendur þegar slík mál koma upp. 

Lög nr. 46/1980 innihalda reglugerð sem meðal annars skyldar atvinnurekendur um gerð áhættumats á EKKÓ þáttum og gerir ráð fyrir að viðbragðsáætlun sé til staðar. EKKÓ mál eru viðkvæm og krefjast nærgætni og fagmennsku og búa sérfræðingar Domus Mentis yfir víðtækri þekkingu á þessum málaflokki. 

SÁLRÆN SKYNDIHJÁLP

Vinnustaðir eru lítil samfélög og ýmislegt getur gerst á vinnustað sem krefst tafarlausra viðbragða. Domus Mentis býður upp á sálræna skyndhjálp fyrir vinnustaðinn sem heild og fyrir einstaka starfsmenn.  

FRÆÐSLA OG VINNUSTOFUR

Sérfræðingar Domus Mentis bjóða upp á stutt og hnitmiðuð erindi um fjölbreytt málefni. Einnig er boðið upp á lengri vinnustofur þar sem fólki gefst tækifæri á að dýpka þekkingu sína. 

Dæmi um erindi og vinnustofur:

  • Streita og bjargráð

  • Bætt samskipti

  • EKKÓ

  • Heilsa og vellíðan

  • Skemmtilegra samlíf

Swimming Race

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála starfar hjá Domus Mentis. Hlutverk hans er að veita  aðstoð og leiðbeiningar fyrir þá sem hafa upplifað ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi.  Markmið með starfi hans er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.

HAFÐU

SAMBAND

HAFA SAMBAND OG PANTA TÍMA

Þú getur pantað tíma eða sent fyrirspurn hér fyrir neðan. Einnig er hægt að panta tíma í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is

Skilboðin eru móttekin og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Ef mál þitt þolir ekki bið er þér ráðlagt að hafa samband við bráðamóttöku Landspítalans í síma 543 4050 eða 543 1000.  Hún er opin kl. 12:00 - 19:00 og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga.

Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

contact
bottom of page