
NÁMSKEIÐ FYRIR
AÐSTANDENDUR FÓLKS MEÐ GEÐRÆNAN VANDA
MARKMIÐ
Markmið námskeiðsins er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við geðrænan vanda. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.
Það að taka þátt í hópi sem þessum gefur aðstandendum tækifæri til þess að ræða stöðu sína við jafningja samhliða því að fá fræðslu og stuðning fagfólks.
LEIÐBEINENDUR
Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur/ kynfræðingur.
Íris Eik Ólafsdóttir réttarfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Karen Dröfn Hafþórsdóttir BA í félagsráðgjöf.
Allar hafa þær áralanga starfsreynslu af störfum með fólki með geðraskanir og aðstandendum þeirra.
HVAR, HVENÆR OG VERÐ
-
8-12 manna hópur aðstandenda.
-
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur.
-
Miðvikudögum frá kl: 14:30-16:00.
-
Staðsetning: Domus Mentis - Geðheilsustöð, Þverholti 14, 4. hæð, 105 Reykjavík.
-
Verð: 29.500 kr. 20% afsláttur þegar 2 eða fleiri þátttakendur skrá sig saman.
-
Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Skráning: Netfang: dmg@dmg.is eða í síma 581-1019.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Domus Mentis geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sendið tölvupóst á dmg@dmg.is. Einnig er hægt að fá einstaklings- eða fjölskylduviðtali fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs.