top of page
Inpatient Drug Abuse Treatment

NÁMSKEIÐ FYRIR
AÐSTANDENDUR FÓLKS MEÐ GEÐRÆNAN VANDA

​MARKMIÐ

Markmið námskeiðsins er að styðja við aðstandendur fólks með geðrænan vanda. Lögð er áhersla á að kortleggja þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga ástvin að sem glímir við geðrænan vanda. Agengt er að aðstandendur finni fyrir hjálparleysi  samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur sem getur stuðlað af bættum samskiptum. 
 

Það að taka þátt í hópi sem þessum, gefur aðstandendum tækifæri til þess að ræða stöðu sína við jafningja samhliða því að fá fræðslu og stuðning fagfólks.

​

Að námskeiðinu koma sérfræðingar sem hafa víðtæka reynslu í að vinna með einstaklingum, janft sem fjölskyldum, svo sem sálræðingar og fjölskyldufræðingar. 

​

HVAR, HVENÆR OG VERР
 

  • 8-12 manna hópur aðstandenda.

  • Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur og hefst þegar lágmarksfjöldi þátttakenda hefur verið náð. 

  • Miðvikudögum frá kl: 14:30-16:00.

  • Staðsetning: Domus Mentis - Geðheilsustöð, Þverholti 14, 4. hæð, 105 Reykjavík.

  • Verð: 42.000 kr. 20% afsláttur þegar 2 eða fleiri þátttakendur skrá sig saman. 

  • Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
     

Skráning:  Netfang: dmg@dmg.is eða í síma 581-1019.
 

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Domus Mentis geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sendið tölvupóst á dmg@dmg.is. Einnig er hægt að fá einstaklings- eða fjölskylduviðtali fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs. 

​

​

bottom of page