Fagleg nálgun
STARFSFÓLK OG SÉRFRÆÐINGAR
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga
Starfsfólk
Anna Friðrikka Jónsdóttir
Sálfræðingur
Anna Friðrikka sinnir meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir meðal annars kvíðameðferð, meðferð við lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Arnar Snær Benediktsson
Sálfræðingur
Arnar sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum.
Ágúst Pálsson
Sálfræðingur
Ágúst Pálsson sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Ágúst styðst styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Auður Ósk Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Sem fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis sinnir Auður Ósk einkum pörum og fjölskyldum sem eiga í vanda, þá ekki síst innflytjendum sem eiga áfallasögu að baki.
Áslaug Kristjánsdóttir
Kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur
Áslaug veitir kynlífsráðgjöf, sambandsráðgjöf og áfallameðferð.
Hún hefur lokið þjálfun í EMDR og CPT áfallameðferð.
Ásta Sigrún Gunnarsdóttir
Sálfræðingur
Ásta Sigrún hefur mest unnið við greiningu sálræns vanda og við meðferð á áfallastreituröskun (PTSD) hjá einstaklingum eldri en 18 ára. Þar vinnur hún með hugræna úrvinnslumeðferð(HÚM) og EMDR . Ásta hefur víðtæka reynslu í að vinna með kvíðaraskanir.
Brynhildur Scheving Thorsteinsson
Sérfræðingur í klínískri sálfræði
Brynhildur sinnir ýmsum sálrænum vanda fullorðinna og hefur sérhæft sig í að aðstoða fólk sem glímir við afleiðingar áfalla og þungbærra minninga.
Edda Sigfúsdóttir
Sálfræðingur
Edda Sigfúsdóttir sálfræðingur sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir m.a. kvíðameðferðum, þunglyndismeðferð, meðferð við lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Daðey Albertsdóttir
Sálfræðingar
Daðey sinnir börnum með ýmis konar sálrænan vanda og foreldrum þeirra og leggur mikið upp úr fræðslu og virkni foreldra í meðferð barnanna sinna. Hún vinnur einnig með hegðunarvanda og foreldraráðgjöf.
Elfa Björt Hreinsdóttir
Sérfræðingur í klínískri sálfræði
Elfa Björt sálfræðingur sérhæfir sig í meðferð við átröskun, þunglyndi og kvíða fullorðinna ásamt áfallaúrvinnslu.
Fríða Ruth Heiðarsdóttir
Móttökustjóri
Fríða Ruth sér um samskipti við þá sem leita til Domus Mentis og aðstoðar sérfræðinga DMG í daglegum störfum þeirra.
Elsa Bára Traustadóttir
Sálfræðingur
Elsa Bára lauk Cand.psych. námi frá Háskólanum í Árósum 2003 og hóf störf sem sálfræðingur í Danmörku.
Gunnhildur Sveinsdóttir
Sálfræðingur
Gunnhildur veitir hugræna atferlismeðferð við öllum helstu kvíðaröskunum, þunglyndi og lágu sjálfsmati hjá fullorðnum
Helga Þórunn Arnardóttir
Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
Í störfum sínum hefur Helga Þórunn einkunn starfað með foreldra við uppeldisráðgjöf, tengsla og tilfinningavanda og samskiptavanda innan fjölskyldna
Helgi Þór Harðarson
Sálfræðingur
Helgi Þór sinnir börnum og ungu fólki með ýmis konar sálrænan vanda. Hann hefur einnig víðtæka þekkingu á hegðunarerfiðleikum og veitir uppeldisráðgjöf.
Henrietta Ósk Gunnarsdóttir
Sálfræðingur
Ósk sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir að mestu þeim sem upplifa óþægilegar kynferðislegar hugsanir, hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða beitt kynferðisofbeldi.
Hjálmtýr Alfreðsson
Sálfræðingur
Hjálmtýr útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2021. Hann sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Áhugi Hjálmtýs innan sálfræðinnar er að vinna með kvíða, lágt sjálfsmat, langvarandi verki og íþróttasálfræði
Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir- Er í leyfi fram til 2025
Geðlæknir
Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir geðlæknir starfar á DMG en er í leyfi fram á vor 2025.
.
Ísold Eygló Snæbjörnsdóttir
Meistarnemi í Klínískri sálfræði-Börn og unglingar
Ísold sinnir börnum og ungmennum
Jakob Fannar Stefánsson
Sálfræðingur
Jakob Fannar lauk mastersnámi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík þar sem rík áhersla var lögð á hugræna atferlismeðferð (HAM).
Hann hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og ungu fólki með geðrænan vanda.
Kormákur Garðarsson
Sálfræðingur
Kormákur hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð barna, ungmenna og fullorðinna með gagnreyndum aðferðum á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM), atferlisgreiningu og díalektískri atferlismeðferð (DAM).
Kristbjörg Þórisdóttir
Sérfræðingur í klínískri sálfræði
Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur beitir hugrænni atferlismeðferð og sérhæfir sig í greiningu, meðferð og ráðgjöf vegna kvíðaraskana, þunglyndis og áfallastreituröskunar hjá fullorðnum. Einnig sinnir hún handleiðslu.
Kristín Skjaldardóttir
Félagsráðgjafi og sáttamiðlari
Kristín er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og hefur starfað í barnavernd frá árinu 2017 og helst unnið með unglinga með fjölþættan vanda sem og börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem upp hafa komið kynferðisbrot.
Pétur Tyrfingsson
Sálfræðingur
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur sinnir öllum almennum sálfræðistörfum og hefur sérhæft sig í vinnu með þunglyndi og kvíða.
Hann hefur einnig sinnt rannsóknum og kennslu í sálfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um árabil.
Margrét Gísladóttir
Geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur
Margrét er doktor og klínískur sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún veitir meðferð og ráðgjöf fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan vanda, átröskun og ADHD.
Rebekka Rut Lárusdóttir
Sálfræðingur
Rebekka Rut sinnir sálfræðiþjónustu fyrir börn, unglinga og ungt fólk. Hún leggur ríka áherslu á endurmenntun ásamt því að sækja reglulega handleiðslu.
Rósa Gunnsteinsdóttir
Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur
Rósa veitir almenna para- og fjölskyldumeðferð þar sem fjölskyldan þarf tímabundna aðstoð við að styrkja fjölskyldutengslin.
Sandra Sæmundsdóttir
Sálfræðingur
Sandra sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir m.a. meðferð við félagskvíða, almennri kvíðaröskun, þunglyndi, lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Selma Ósk Höskuldsdóttir
Sálfræðingur
Selma Ósk veitir meðferð við sálrænum vanda hjá fullorðnum. Selma styðst fyrst og fremst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í meðferðarvinnu með skjólstæðingum og notar gagnreynd mælitæki til að meta árangur.
Silja Runólfsdóttir
Sálfræðingur
Silja sinnir greiningu og meðferð á ungmennum og fullorðnum. Sinnir hún meðal annars meðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.
Soffía Ellertsdóttir
Fjölskyldufræðingur
Sem fjölskyldufræðingur sinnir Soffía einstaklingum, pörum og fjölskyldum sem eiga í vanda.
Sóley Baldursdóttir
Sálfræðingur
Sóley sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá ungmennum og fullorðnum.
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Sálfræðingur og framkvæmdarstjóri Domus Mentis Geðheilsustöðvar
Þóra Sigfríður sinnir einkum fólki sem hefur orðið fyrir áföllum, s.s. slysi, ofbeldi eða missi. Einnig vinnur hún með kvíðavanda, sjálfsmynd, handleiðslu einstaklinga og hópa.