
Fagleg nálgun
STARFSFÓLK OG SÉRFRÆÐINGAR
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga
Starfsfólk
Henrietta Ósk Gunnarsdóttir
Sálfræðingur
Ósk sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún sinnir að mestu þeim sem upplifa óþægilegar kynferðislegar hugsanir, hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða beitt kynferðisofbeldi.
Einnig reiðistjórnun og fíknivanda. Þá sinnir hún ungmennum sem hafa sýnt af sér óviðeigandi kynhegðun.
Jakob Fannar Stefánsson
Sálfræðingur
Jakob Fannar lauk mastersnámi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík þar sem rík áhersla var lögð á hugræna atferlismeðferð (HAM). Hann hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og ungu fólki með geðrænan vanda. Stefna hans er að geta gripið til snemmtækra íhlutana hjá börnum með tilfinninga- og hegðunarvanda til að fyrirbyggja að vandinn ágerist.
Pétur Tyrfingsson
Sálfræðingur
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur sinnir öllum almennum sálfræðistörfum og hefur sérhæft sig í vinnu með þunglyndi og kvíða.
Hann hefur einnig sinnt rannsóknum og kennslu í sálfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um árabil.
Pétur er í leyfi og mun ekki bæta við sig skjólstæðingum árið 2022