top of page
Árni Gunnar Eyþórsson

581 10 09

Árni Gunnar Eyþórsson

Sálfræðingur

Árni sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum.

Árni beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hann nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur í meðferð.
Hann sinnir m.a. kvíðameðferðum, þunglyndismeðferð og meðferð við lágu sjálfsmati.

Menntun

Árni lauk bæði BSc námi í sálfræði og MSc námi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Í námi sínu fékk hann klíníska reynslu hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og í sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík. Á báðum stöðum var lögð rík áhersla á að greina vanda vel og veita viðeigandi meðferð.
Meðfram starfi sínu á Domus Mentis starfar Árni á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann vinnur með fólk sem er í endurhæfingu eftir alvarleg veikindi eða slys.

Handleiðsla

Árni sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki.

© 2023| DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð |  Þverholti 14 (4. hæð), 105 Reykjavík |   581-1009  |  dmg@dmg.is

bottom of page