top of page
Kormákur Garðarsson

581-1009

Kormákur Garðarsson

Sálfræðingur

Kormákur hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð barna, ungmenna og fullorðinna með gagnreyndum aðferðum á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM), atferlisgreiningu og díalektískri atferlismeðferð (DAM).

Kormákur lauk Cand.psych. námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og hefur starfað sem sálfræðingur í 12 ár bæði á Íslandi og í Noregi. Hann hefur víðtæka reynslu af greiningu og meðferð barna, ungmenna og fullorðinna með gagnreyndum aðferðum á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM), atferlisgreiningu og díalektískri atferlismeðferð (DAM).

​Greining og meðferð fyrir börn og unglinga
Kormákur hefur mikla reynslu af greiningu og meðferð barna og unglinga. Má þar nefna kvíða á borð við félagskvíða, áhyggjur, fælni og áráttu-þráhyggju. Einnig meðferð barna og unglinga með depurð og sjálfskaðandi hegðun. Sömuleiðis hefur hann unnið með börnum sem lent hafa í einelti, samskiptavanda og áföllum.

Greining og meðferð fyrir fullorðna
Í vinnu með fullorðnum hefur hann áralanga reynslu af greiningu og meðferð kvíða. Hann hefur sinnt meðferð fólks sem glímir við álag, streitu og áföll. Kormákur hefur einnig sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og fæðingarþunglyndi.

Starfsreynsla
2018-: Heilsugæsla Grafarvogs. Sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga með kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Einnig sinnir hann meðferð þungaðra kvenna og ungbarnamæðra með kvíða og þunglyndi.

2015-2018: Sálfræðingur við Sykehuset Telemark í Noregi, bæði við öryggis- og réttargeðdeild og á heilsugæslu í Skien Fengsel fangelsinu. Við öryggis- og réttargeðdeild sinnti hann meðferð langveikra geðrofssjúklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahúsinu og að útskrift lokinni. Í Skien Fengsel sinnti hann greiningu og meðferð sjúklinga með fjölþættan vanda frá kvíða og þunglyndis til geðrofs, ADHD og alvarlegra persónuleikaraskana. Einnig vann hann mikið með flóttafólki og fólki frá stríðshrjáðum löndum með áfallasögu.

2009-2014: Sálfræðingur í Brúarskóla. Sérskóli fyrir börn með hegðunar og tilfinningavanda, einnig greiningar á borð við ADHD og einhverfurófsraskanir. Þar stýrði hann m.a. atferlisinngripum innan skólans og veitti kennurum við almenna grunnskóla ráðgjöf varðandi tilfinninga- og hegðunarvanda barna.

Námsferill
2007 - 2009: Cand. psych. - Háskóli Íslands.
2003 - 2006: BA sálfræði - Háskóli Íslands.
1999 - 2003: Stúdent - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Námskeið og önnur reynsla
• Matsgerðir sem dómskvaddur matsmaður fyrir dómstólum.
• Hefur sinnt starfsþjálfun sálfræðinema og handleiðslu útskrifaðra sálfræðinga á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
• Nám í díalektískri atferlismeðferð (DAM) fyrir unglinga með þunglyndi og fjölþættan tilfinningavanda.
• Tók þátt í staðfæringu og innleiðslu nýs meðferðarúrræðis Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins fyrir þunglynd ungmenni, Virkniþjálfun (e. Behavioral Activation), og sinnti þjálfun sálfræðinga í þessari meðferð.
• Innleiddi nýtt meðferðarúrræði á endurhæfingardeildum geðsviðs við Sykehuset Telemark, Et Bedre Liv. Úrræðið er hópmeðferð fyrir langveika geðrofssjúklinga byggt á hugrænni atferlismeðferð.

bottom of page