
581 10 09
Arnar Pálsson
Sálfræðingur
Arnar sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Arnar styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Arnar sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Arnar styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Arnar Pálsson, útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2022 frá Háskóla Íslands. Hann sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Arnar hefur áhuga á og vinnur með þunglyndi, almenna kvíðaröskun, félagskvíða , áráttu- og þráhyggjuröskun og áfallastreituröskun.
Arnar beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð á sálrænum vanda og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hann nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Menntun
Árið 2019 lauk Arnar BSc prófi í sálfræði við Háskóla Ísland. Í MSc námi sínu hlaut Arnar klíníska reynslu frá starfsþjálfun sinni á Landsspítalanum undir handleiðslu Péturs Tyrfingssonar. Þar fékk hann þjálfun í meðferðarvinnu á sjúklingum á Þunglyndis og kvíðateymi landsspítalans. Vandinn var af ýmsum toga, til að mynda þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir, lágt sjálfsmat og áföll. Þá var einna helst notast við HAM við greiningu og meðferð.
Arnar vann í rúmt ár sem sálfræðingur hjá Heilsugæslunni Sólvangi þar sem hann vann við fjölbreyttan vanda auk þess sem hann vann náið með mæðravernd. Hann vinnur í dag sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins samhliða starfi sínu á Domus Mentis geðheilsustöð.
Handleiðsla
Arnar sækir reglulega handleiðslu og nýtur ráðgjafar frá sérfræðingum og samstarfsfólki sem starfar á mismunandi sviðum geðheilbrigðisþjónustu.

