581 10 09
Svava Guðrún Helgadóttir
Meistarnemi í Klínískri sálfræði, annað ár
Svava er meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Svava styðst við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við greiningu og meðferð á sálfræðilegum vanda.
Menntun
Svava lauk BSc námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016. Þá lauk hún diplómunámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi vorið 2019.
Svava stefnir á að klára meistaranám í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í júní næstkomandi og fær nú að sækja sér handleiðslu reyndra sálfræðinga fram að útskrift. Síðastliðið vor leiddi Svava, undir handleiðslu sálfræðinga, námskeið byggðu á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar fyrir foreldra barna sem sýnt höfðu einkenni kvíða.
Í námi of starfi hefur Svava fengið tækifæri til að sitja málstofur og námskeið í umsjón fræðimanna á sviði rannsókna, meðferðar og greiningar sálræns vanda.
Svava hefur starfað í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis undanfarin ár þar sem hún hefur fengið fjölbreytta reynslu, sótt handleiðslu, haldið utan um námskeið fyrir stuðningshópa, setið ráðstefnur og sinnt einstaklingsráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Þar áður hafði hún lengi starfað með ungmennum sem áttu við fjölþættan geðrænan vanda að stríða.
Viðtöl hjá Svövu kosta 8000 kr. og starfar hún undir þéttri handleiðslu frá sérfræðingum Domus Mentis.