
581 10 09
Svava Guðrún Helgadóttir
Sálfræðingur
Svava Guðrún styðst við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við greiningu og meðferð á sálfræðilegum vanda fullorðinna einstaklinga. Svava sinnir m.a. meðferð vegna áfalla, kvíðaraskana, lágs sjálfsmats og þunglyndis.
Svava Guðrún styðst við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar við greiningu og meðferð á sálfræðilegum vanda fullorðinna einstaklinga. Svava sinnir m.a. meðferð vegna áfalla, kvíðaraskana, lágs sjálfsmats og þunglyndis.
Menntun og starfsreynsla
Svava lauk BSc námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og meistaranámi í klínískri sálfræði frá sama skóla vorið 2025. Þá lauk hún diplómunámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi vorið 2019.
Í náminu leiddi Svava, undir handleiðslu sálfræðinga, námskeið byggðu á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar fyrir foreldra barna sem sýnt höfðu einkenni kvíða. Starfsþjálfun hennar fór m.a. fram hjá Domus Mentis þar sem hún hlaut þjálfun í hugrænni atferlismeðferð undir handleiðslu reyndra sálfræðinga.
Þá fór hún jafnframt í starfsþjálfun í átröskunarteymi Landsspítalans þar sem hún fékk reynslu af því að beita hugrænni atferlismeðferð í meðferð við ýmsum birtingarmyndum átraskana. Í námi og starfi hefur Svava fengið tækifæri til að sitja málstofur og námskeið í umsjón fræðimanna á sviði rannsókna, meðferðar og greiningar sálræns vanda.
Svava hefur starfað í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis undanfarin ár þar sem hún hefur fengið fjölbreytta reynslu, sótt handleiðslu, haldið utan um námskeið fyrir stuðningshópa, setið ráðstefnur og sinnt einstaklingsráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis. Þar áður hafði hún lengi starfað með ungmennum sem áttu við fjölþættan geðrænan vanda að stríða.

