top of page
Ísold Eygló Snæbjörnsdóttir

581 -10 09

Ísold Eygló Snæbjörnsdóttir

Meistarnemi í Klínískri sálfræði-Börn og unglingar

Ísold sinnir börnum og ungmennum

Ísold er meistaranemi á 2.ári í Klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sinnir hún sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ísold beitir gagnreyndum aðferðum við greiningar- og meðferðarvinnu og styðst hún við handleiðslu reyndra sálfræðinga í sinni starfsþjálfun hjá Domus Mentis.

Menntun
Ísold lauk BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2022. Hún starfaði svo sem ráðgjafi eftir útskrift á Geðendurhæfingardeild Landspítalans. Hún hefur sótt ýmis námskeið líkt og áfallahjálp fyrir fagaðila í geðþjónustu, sjálfsvígsforvarnir, sálrænn stuðningur o.fl. Á þeim tíma sótti Ísold sér viðbótardiplómu í Heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri sem hún lauk vorið 2023 sem dýpkaði þekkingu hennar á sálrænum áföllum og ofbeldi.

Í MS náminu í Klínískri sálfræði sem hófst árið 2023 hefur hún öðlast þjálfun í notkun á Hugrænni atferlismeðferð (HAM) og setið vinnustofur í tengslum við það. Síðast liðið vor leiddi Ísold hópnámskeið sem byggt var á aðferðum Hugrænnar atferlismeðferðar og bar heitið „Mér líður eins og ég hugsa“.

Starfsreynsla
Ísold hefur starfað inn á geðdeild Landspítalans og á sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Auk þess hefur hún starfað á Grensás endurhæfingardeild LSH. Að lokum hefur Ísold komið að ýmsum verkefnum og setið fræðslur hjá Rauða kross Íslands frá árunum 2020 til 2023 í tengslum við geðheilbrigðismál.

Ísold er nú í starfsnámi hjá Domus Mentis Geðheilsustöð og býður upp á viðtöl fyrir börn og unglinga, ásamt foreldrum þeirra. Starfar Ísold undir handleiðslu reyndra sálfræðinga barnateymis Domus Mentis.
Viðtöl hjá Ísold kosta 8000 kr.

bottom of page