
581-1009
Þóra Sigfríður Einarsdóttir
Sálfræðingur og framkvæmdarstjóri Domus Mentis Geðheilsustöðvar
Þóra Sigfríður sinnir einkum fólki sem hefur orðið fyrir áföllum, s.s. slysi, ofbeldi eða missi. Einnig vinnur hún með kvíðavanda, sjálfsmynd, handleiðslu einstaklinga og hópa.
Doktorsnám í sálfræði
Þóra Sigfríður hóf doktorsnám í sálfræði haustið 2018 við Háskólann í Reykjavík. Tekur hún þátt í rannsókninni Geðheilsa karla og kvenna á Íslandi, þar sem aðalrannsakendur eru Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Dr. Rannveig Sigurvinnsdóttir.
Embættispróf í sálfræði
Þóra Sigfríður lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 2003, með áherslu á áfallasálfræði. Starfaði hún í Danmörku í fjögur ár og lauk þar tveggja ára framhaldsmenntun sem fólst í að minnsta kosti 160 handleiðslutímum ásamt vinnu.
Nám í sáttmiðlun og uppbyggilegri réttvísi
Þóra Sigfríður lauk námi í sáttamiðlun og uppbyggilegri réttvís (Restorative Justice faciliator in Sexual Harm and Domestic Abuse) frá Restorative Engagement Forum í Bretlandi.
Sérnám í hugrænni atferlismeðferð
Árið 2013 lauk hún sérnám í hugrænni atferlismeðferð sem er stýrt af Félagi um hugræna atferlismeðferð í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center. Námið er 64 einingar (samsvarar u.þ.b. 1600 vinnustundum) og snýr að meðferð margskonar vandkvæða svo sem kvíða (félagsfælni, almennur kvíði, ofsakvíði, árátta og þráhyggja, heilsukvíði, áfallastreita, sértæk fælni), lyndisraskana (þunglyndi, geðhvarfaskjúkdómar) og annarra vandamála (lágt sjálfstraust, samskiptavandi hjóna, svefnvandi) undir handleiðslu sérfræðinga.
Handleiðsla
Einnig hefur Þóra lokið námi í handleiðslu á vegum Dansk Institut for Supervision, Personaleudvikling, Undervisning og Konsultation.
Endurmenntun
Þóra leggur áherslu á reglulega endurmenntun og handleiðslu og sækir því reglulega námskeið og vinnustofur í sálrænni meðferð hér heima og erlendis.
Starfsferill
2017- Domus Mentis - Geðheilsustöð
2014-2017 Áfalla og sálfræðimiðstöðin
2007-2014 Barnahús - sérhæfður rannsakandi og sálfræðingur
2003-2007 PPR-Omraadekontoret, Viborg
Félagsstörf
2018- Fagráð Ríkislögreglustjóra Íslands
2016- Kjara- og réttindanefnd BHM
2016 Varamaður í stjórn BHM
2014- Formaður fagráðs Háskóla Íslands gegn kynbundnu og kynferðislegu áreiti og
öðru kynferðislegu ofbeldi.
2008- 2019 Setið í stjórn Sálfræðingafélags Íslands sem meðstjórnandi, sem varaformaður
frá 2013-2018.
2009-2014 Fulltrúi Barnahúss í samninganefnd
2006-2007 Fulltrúi sálfræðinga í teymi sem sá um mannaráðningar.
2004-2006 Samarbejdsudvalget, PPR-Omraadekontoret.

