
581 10 09
Dagbjartur Kristjánsson
Sálfræðingur
Dagbjartur sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda fullorðinna. Hann beitir gagnreyndum meðferðum líkt og HAM og Atferlisvirkjun (Behavioral activation) við þunglyndi.
Hugræn atferlismeðferð og Atferlisvirkjun
Dagbjartur beitir gagnreyndum aðferðum eins og HAM í starfi sínu. Sem hluta af MS verkefni sínu hlaut hann einnig þjálfun og reynslu í beitingu Atferlisvirkjunar, sem er gagnreynd meðferð við þunglyndi.
Menntun og starfsreynsla
Dagbjartur lauk BS og MS námi við Háskóla Íslands. Hann hlaut starfsþjálfun í Sálfræðiráðgjöf háskólanema þar sem hann veitti nemendum háskólans meðferð. Hann hlaut einnig starfsþjálfun á Reykjalundi þar sem hann studdi við endurhæfingu þjónustuþega með því að taka þátt í mati á þjónustuþörf, einstaklingsmeðferðum og hópnámskeiðum. Þar að auki hefur Dagbjartur unnið sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi á geðsviði Landspítala, bæði á Laugarás meðferðargeðdeild sem og á réttar- og öryggisgeðdeild.
Handleiðsla
Dagbjartur sækir reglulega handleiðslu og leggur áherslu á símenntun og endurmenntun í sínu starfi.