
581 10 09
Eygló Ósk Gústafssdóttir
Sálfræðingur
Eygló Ósk (hún) sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum vegan áfalla, kvíða lágs sálfsmats, þunglyndis og annars tilfinningavanda.
Eygló Ósk (hún) starfar sem sálfræðingur og hlaut starfsleyfi frá embætti landlæknis árið 2023. Hún sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá unglingum og fullorðnum vegan áfalla, kvíða lágs sálfsmats, þunglyndis og annars tilfinningavanda. Einnig hefur hún mikinn áhuga á að vinna með íþróttafólki. Hún leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM).
Eygló útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023. Meistaraverkefni hennar fjallaði um andlega heilsu verðandi mæðra. Í meistaranáminu hlaut hun þjálfun á tveimur starfstöðvum, annars vegar á barnaspítala Hringsins og hinsvegar á Áfalla og sálfræðimiðstöðinni. Hún kláraði einnig örnám í íþróttasálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2025.
Eygló starfaði sem sálfræðingur á Áfalla og sálfræðimiðstöðinni frá 2023-2025. Áður hefur Eygló unnið sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild (SEG) sem heyrir undir geðsvið Landspítalans árið 2021. Einnig starfaði hún sem ráðgjafi- og stuðningsfulltrúi á barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá árinu 2022-2023 bæði í fullu starfi og einnig samhliða námi.
Eygló var einnig í afrekaíþróttum í 20 ár og lokaverkefnið hennar í grunnnáminu í sálfræði fjallaði um algengi niðursveiflu í líðan eftir Ólympíuleikana.

