top of page
Rósa Gunnsteinsdóttir

581-1009

Rósa Gunnsteinsdóttir

Iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur

Rósa veitir almenna para- og fjölskyldumeðferð þar sem fjölskyldan þarf tímabundna aðstoð við að styrkja fjölskyldutengslin.

Iðjuþjálfi
Rósa veitir almenna para- og fjölskyldumeðferð þar sem fjölskyldan þarf tímabundna aðstoð við að styrkja fjölskyldutengslin m.a. vegna krefjandi félagslegra aðstæðna, skilnaðar, andlegra/líkamlegra veikinda, samskiptavanda eða tímabundins tengslarofs milli tveggja eða fleiri einstaklinga.


Fjölskyldufræðingur
Rósa vinnur samkvæmt tengslamiðaðari nálgun í fjölskyldumeðferð þar sem áhersla er á að styrkja og/eða lagfæra tímabundið tengslarof milli tveggja eða fleiri einstaklinga.

Einnig sinnir hún almennri iðjuþjálfun og fjölskyldumeðferð, sem miðar að því að bæta samskipti og andlega líðan. Vinn að því að efla virkni og þátttöku barna og unglinga, jafnt sem fullorðna, í skóla/vinnu/félagslífi.

​Vettvangsviðtöl
Tekur að sér vettvangsviðtöl, ef þess er óskað að viðtöl fari fram t.d. á heimili.

Mat á skynúrvinnslu
Mat á skynúrvinnslu (sensory profile) og þeim áreitum í umhverfi sem geta haft áhrif á daglegt líf, jafnt barna sem fullorðinna. Veitir ráðgjöf og tillögurum aðlögun umhverfis í kjölfarið.
Slökun með grounding/boltaslökun aðferðinni (30mín tímar)

Menntun
• Lýkur meistaragráðu í Fjölskyldumeðferð við HÍ sumar 2019
• Fjölskyldufræðingur frá EHÍ 2016
• Iðjuþjálfi BSc frá Háskóla Akureyrar 2009
• Réttindi til að halda PEERS® félagsfærninámskeið 2018

Hefur einnig sótt fjölmörg námskeið, málþing og ráðstefnur sem tengjast fjölskyldumeðferð og geðheilsu fullorðinna sem og barna og unglinga.


Störf

• Frá byrjun ársins 2017 hefur hún unnið sem iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur á Geðendurhæfingardeild LSH Kleppi og í FMB teymi LSH (foreldrar, meðganga, barn).
• Frá haustinu 2018 hefur hún einnig sinnt verkefnum fyrir Fyrirburaeftirlitsteymi LSH.
• Hefur unnið sem sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur hjá Domus Mentis - Geðheilsustöð frá árinu 2017.
• Fram að því vann hún sem iðjuþjálfi á legu- og göngudeild BUGL frá 2010 – 2016 og sem fjölskyldufræðingur 2016.
• Hefur einnig starfsreynslu innan skólakerfisins sem iðjuþjálfi í grunnskólanum Síðuskóla á Akureyri 2009-2010.
• Hefur starfað hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, síðan 2013. Er þar leiðbeinandi í aðstandendanámskeiðum fyrir börn og unglinga.


bottom of page