top of page

Almennur kvíði - kvíðaröskun


Almennur kvíði - kvíðaröskun

​Almenn kvíðaröskun er meira en venjulegur tilfallandi kvíði. Alvarlegur kvíði felur í sér óraunhæfar, stanslausar og miklar áhyggjur af margs konar hlutum. Áhyggjur eru röð neikvæðra hugsana varðandi framtíðina. Fólki finnst erfitt að stjórna áhyggjum, finnst óvissa mjög óþægileg og finnur oft fyrir kvíða allan daginn sem getur truflað virkni í vinnu, skóla eða félagslegum samskiptum.


Áhyggjur

Fólk getur eytt mörgum klukkutímum á dag í að hafa áhyggjur, t.d. af fjármálum, ábyrgð í vinnu, heilsu, eigin frammistöðu eða minniháttar málum eins og að halda húsinu hreinu. Algengt er að áhyggjurnar komi fram í formi „Hvað ef...?” setninga, til dæmis:„Hvað ef ég kem of seint í vinnuna?”


Líkamleg einkenni

Ýmis líkamleg einkenni fylgja almennum kvíða, m.a. eirðarleysi, þreyta, einbeitingaerfiðleikar, pirringur, vöðvaspenna og svefnerfiðleikar. Um 9% fólks upplifir almennan kvíða einhvern tímann á ævinni.


Meðferð við kvíða

Hægt er að minnka einkenni almenns kvíða með aðferðum hugrænnar atferlismeðferð (sjá nánar um hugræna atferlismeðferð) þar sem þú lærir m.a. að auka óvissuþol.

Hjá Domus Mentir starfa sérfræðingar sem veita meðferð við kvíða og kvíðaröskun.

Þú getur einnig hringt í Domus Mentis – geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sent okkur tölvupóst á dmg@dmg.is.

879 views

Comments


bottom of page