top of page

Félagskvíði eða félagsfælni


Félagsfælni og margmenni - Félagskvíði

Hræðsla við félagslegar aðstæður

Félagskvíði er viðvarandi hræðsla við félagslegar aðstæður. Fólk er hrætt um að koma illa fyrir og verða dæmt á neikvæðan hátt af öðrum.

Einkenni í félagskvíða

Dæmi um félagslegar aðstæður er að halda fyrirlestur, halda uppi samræðum við aðra og segja sína skoðun. Fólk forðast þessar aðstæður eða fer í þær og upplifir mjög mikinn kvíða. Algeng líkamleg einkenni í félagskvíða eru roði, sviti og skjálfti. Um 12% fólks upplifir félagskvíða einhvern tímann á lífsleiðinni.

Að vinna á félagsfælni

Hægt er að minnka einkenni félagskvíða með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. 'i meðferðinni er farið yfir viðhaldandi þætti í félagskvíða og í samstarfi við sálfræðing er dregið úr félagskvíða einkennum, t.d. með því að framkvæma atferlistilraunir.


Meðferð við kvíða

Hjá Domus Mentis starfa sérfræðingar sem veita meðferð við félagskvíða og nota til þess gagnreyndar aðferðir. Þú getur hringt í Domus Mentis – geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sent okkur tölvupóst á dmg@dmg.is.

902 views

Comentarios


bottom of page