top of page

Hugræn atferlismeðferð - HAM


Hugræn atferlismeðferð - HAM

Hugræn atferlimeðferð (stundum skammstafað HAM eða CBT af enska heitinu cognitive behavioral therapy) er gagnreynt meðferðarúrræði við hinum ýmsu sálrænu kvillum svo sem kvíða, þunglyndi og fælni.


Hugræn atferlismeðferð gengur út á ,,að hjálpa fólki að þekkja sínar eigin óheilbrigðu hugsanir, hegðun, og viðhorf, og kunna betur að kljást við þau. Meðferðin var upphaflega þróuð til að vinna gegn þunglyndi en hún hefur reynst gagnleg við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, fælni, svefnleysi, lystarstoli (anorexíu), geðhvarfasýki, áfengissýki, verkjalyfjafíkn, og ýmsum kækjum." 1


Á vefnum Heilsuvera er farið ítarlega í hvernig HAM meðferð virkar en þar kemur fram að í ,,HAM meðferð:

  • Eru tengslin milli tilfinninga, hugsana og hegðunar skoðuð. Þegar okkur líður illa tengjum við það gjarnan einhverju sem hefur gerst eða er að fara að gerast t.d. að finna fyrir kvíða áður en farið er í próf.

  • Er farið yfir það hvað gerist í huganum þegar við finnum fyrir kvíða eða depurð.

  • Er skoðað hvaða viðhorf við erum með og hvað við sjáum fyrir okkur þegar okkur líður illa.

  • Hugsum við um hugsanir okkar og skoðum viðhorf okkar til þess sem hefur gerst.

Atferlishluti HAM felst í því að skoða hvernig brugðist er við erfiðum hlutum, þ.e. hvernig við hegðum okkur og athugað hvort hægt sé að bregðast öðruvísi við til að bæta líðan". 2

 

1) https://is.wikipedia.org/wiki/Hugr%C3%A6n_atferlisme%C3%B0fer%C3%B0

2) https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/upplysingar-um-medferd/hugraen-atferlismedferd/



772 views

Hozzászólások


bottom of page