top of page

Þunglyndi og einkenni þess


Þunglyndi og einkenni þess - karlmenn og þunglyndi

Þunglyndi getur hrjáð fólk á öllum aldri og birtingarmynd þess er einstaklingsbundin en greining þunglyndis byggist á einkennum sem tengjast tilfinningum, hugsun og hegðun, alvarleika þeirra og afleiðingum fyrir einstaklinginn og líf hans. Þunglyndi felur í sér viðvarandi depurð auk áhuga- og/eða ánægjuleysis Hlutir sem áður veittu fólki ánægju eða vöktu áhuga gera það ekki lengur.


Önnur algeng einkenni þunglyndis :

  • Minni virkni í daglegu lífi

  • Breytingar á matarlyst

  • Svefnerfiðleikar

  • Þreyta og orkuleysi

  • Erfiðleikar með einbeitingu og ákvarðanatöku

  • Sektarkennd og finnast maður vera einskis virði

  • Eirðarleysi

  • Pirringur og reiði

  • Vonleysi

  • Sjálfsgagnrýni

  • Svartsýni og áhugaleysi

  • Hugsanir um að vilja deyja.

Meðferð við þunglyndi

Um 15—25% fólks upplifa þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Hægt er að minnka einkenni þunglyndi með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í meðferðinni lærirðu að breyta neikvæðum hugsunum og auka virkni í daglegu lífi.

Hugræn atferlismeðferð

Í meðferðarhandbók HAM kemur fram að:  ,,Hugræn atferlismeðferð er sálfræðimeðferð sem hefur gefist vel við þunglyndi. Í meðferðinni er unnið að því að hafa áhrif á líðan og draga úr þunglyndiseinkennum með því að breyta hugarfari og hegðun. Markmiðið er að draga úr neikvæðum hugsunum og auka virkni. Hugræn atferlismeðferð fer venjulega fram í nánu samstarfi við meðferðaraðila, þótt skjólstæðingurinn taki smám saman sjálfur meiri ábyrgð á eigin bata með stuðningi og aðstoð meðferðaraðilans. Í vægu þunglyndi er hægt að nýta sér hugræna atferlismeðferð með tiltölulega litlum stuðningi meðferðaraðila.

Í alvarlegu þunglyndi ætti hins vegar alltaf að leita aðstoðar fagfólks og ræða m.a. möguleika á lyfjameðferð. Í meðaldjúpu þunglyndi geta lyf hjálpað mörgum við að rjúfa vítahringinn og þegar líðanin batnar er auðveldara að takast sjálfur á við þunglyndiseinkennin t.d. neikvæðar hugsanir og óvirkni. Sumir vilja ekki nota lyf nema í ítrustu neyð af ýmsum ástæðum. Ljóst er að þunglyndislyf gagnast fólki misvel auk þess sem aukaverkanir gera suma fráhverfa lyfjameðferð. Oft geta þessi meðferðarform þ.e. hugræn atferlismeðferð, lyfjameðferð og markviss þjálfun samtímis bætt heildarárangur meðferðarinnar."


Hafðu samband

Hjá Domus Mentir starfa sérfræðingar sem veita meðferð við þunglyndi. Þú getur hringt í Domus Mentis – geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sent okkur tölvupóst á dmg@dmg.is.

558 views
bottom of page