top of page
Hjálmtýr Alfreðsson

581 1009

Hjálmtýr Alfreðsson

Sálfræðingur

Hjálmtýr útskrifaðist sem sálfræðingur árið 2021. Hann sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Áhugi Hjálmtýs innan sálfræðinnar er að vinna með kvíða, lágt sjálfsmat, langvarandi verki og íþróttasálfræði

Hjálmtýr útskrifaðist með BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Vorið 2021 útskrifaðist hann með MSc gráðu í klínískri sálfræði einnig frá Háskólanum í Reykjavík og fékk starfsleyfi í kjölfarið. Hjálmtýr öðlaðist klíníska reynslu frá starfsþjálfun sinni hjá Reykjalundi og hjá Sól sálfræði- og læknaþjónustu.

Þar fékk hann þjálfun í meðferðarvinnu með fólki á bæði verkja- og gigtarsviði og með ungmennum undir handleiðslu reyndra sálfræðinga. Þar vann hann meðal annars við meðferð á þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati, langvarandi verkjum og hlutverkamissi. Þá notaðist hann aðallega við HAM við greiningu og meðferð.

Eftir nám hóf Hjálmtýr störf hjá Reykjalundi sem sálfræðingur á bæði verkja- og gigtarsviði. Þar sinnti hann greiningu og meðferð einstaklinga sem og stýrði hópmeðferðum, þá aðallega HAM við lágu sjálfsmati, HAM við þunglyndi/kvíða og ACT við langvarandi verkjum. Einnig hefur hann sinnt greiningum og meðferðarvinnu á sálfræðistofum samhliða og séð um fjarhópnámskeið hjá VIRK.
Hjálmtýr hefur áhuga á íþróttum og að vinna með íþróttafólki. Hann hefur verið í handknattleik á afreksstigi í yfir áratug og hefur góða þekkingu og reynslu á íþróttaumhverfinu.
Áhugi Hjálmtýs innan sálfræðinnar er að vinna með kvíða, lágt sjálfsmat, langvarandi verki og íþróttasálfræði.

bottom of page