
581 10 09
Telma Bergmann Jónsdóttir
Meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík
Telma er meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem lögð er sérstök áhersla á hugræna atferlismeðferð (HAM).
Telma er meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem lögð er sérstök áhersla á hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún sinnir meðferð við sálrænum vanda og hefur reynslu af að vinna með ungu fólki. Helstu áhugasvið hennar eru kvíði og áföll.
Telma lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og fór í framhaldið í diplómanám við Háskólann á Akureyri með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi. Hún hefur víðtæka starfsreynslu; meðal annars hefur hún starfað á geðsviði Landspítalans á Laugarásnum, sem sérhæfir sig í snemmtækri íhlutun fyrir ungt fólk með geðrofseinkenni, og sem ráðgjafi hjá Stígamótum þar sem hún vann með brotaþolum kynferðisofbeldis.
Í starfsnámi sínu í meistaranáminu hefur Telma einnig tekið þátt í að leiða HAM hópmeðferð fyrir kvíða og þunglyndi á heilsugæslu.
Viðtöl hjá Telmu kosta 10.000 kr.

