top of page
Girl by the Lake

Að takast á við frestun

Kannast þú við…

Að fresta því að byrja á verkefnum, svara tölvupóstum, fara í ræktina… Vera með nagandi samviskubit yfir því að fresta Yfirþyrmandi kvíða þegar verkefnin safnast upp Að hugsa: “Æ ég byrja kannski á þessu á morgun”.

Langar þér að breyta þessu?

 

Þá gæti þetta námskeið gagnast þér. Námskeiðið er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára sem vill ná tökum á sínum frestunarvanda. Hvort sem þú frestar í skóla, vinnu, heimilinu eða á öðrum sviðum lífsins

 

Í þessu námskeiði færðu að kynnast því hvers vegna við frestum og af hverju frestunarvandi viðhelst þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar. Þú lærir að skilja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem stuðla að frestun og lærir hagnýtar aðferðir sem þú getur nýtt þér í daglegu lífi.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þér að takast á við frestun á markvissan hátt og öðlast meiri stjórn á eigin lífi.

 

HVAR, HVENÆR OG VERР

Námskeiðið er haldið af Arnbjörgu og Dagbjarti sálfræðingum á Domus Mentis geðheilsustöð. Námskeiðið er vikulega í fjögur skipti á miðvikudögum frá 15-17.

Hefst miðvikudaginn 1. október- Skráning á dmg@dmg.is, takmörkuð pláss í boði. Verð 49.000kr

  • Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
     

Skráning:  Netfang: dmg@dmg.is eða í síma 581-1019.
 

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Domus Mentis geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sendið tölvupóst á dmg@dmg.is. Einnig er hægt að fá einstaklings- eða fjölskylduviðtali fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs. 

© 2023| DOMUS MENTIS - Geðheilsustöð |  Þverholti 14 (4. hæð), 105 Reykjavík |   581-1009  |  dmg@dmg.is

bottom of page