
Bætt líðan
VERIÐ VELKOMIN
Á DOMUS MENTIS GEÐHEILSUSTÖÐ
Sálfræðimeðferð, ráðgjöf og handleiðsla
UM OKKUR
Þverfagleg meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur
DOMUS MENTIS – Geðheilsustöð (DMG) býður upp á þverfaglega meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Lögð er áhersla á að bjóða upp á víðtæka þjónustu til að stuðla að bættri líðan og geðheilsu fólks. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks sem býr yfir víðtækri þekkingu á geðlækningum, fjölskyldumeðferð og sálmeinafræði. Þverfaglegt samstarf er í öndvegi þar sem slíkt á við til að tryggja hverjum og einum sem besta þjónustu. Hjá okkur ættir þú að geta fundið fagaðila sem hentar þér og þínum vanda. Boðið er upp á aðstoð við áföllum, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, átröskunum, kynlífsvanda, fíknivanda og vímuefnavanda. Starfsfólk DMG sér einnig um sálrænt mat, foreldrastuðning og réttindagæslu.
Ráðgjöf, handleiðsla og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir
Við bjóðum einnig upp á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir, m.a. fræðslu fyrir fyrirtæki, handleiðslu fyrir fagfólk (einstaklinga og hópa), stjórnendaráðgjöf, skýrslugerð fyrir tryggingarfyrirtæki eða dómstóla, verktakavinnu fyrir barnaverndarnefndir, félagsþjónustur og aðrar stofnanir.

Góð geðheilsa
DOMUS MENTIS - GEÐHEILSUSTÖÐ
býður upp á víðtæka þjónustu til að stuðla að bættri líðan og geðheilsu fólks.
Hjá okkur starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, iðjuþjálfar,
félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og kynfræðingar.
Við bjóðum upp á ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur.
Einnig bjóðum við fræðslu, handleiðslu og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Vertu velkomin
EINSTAKLINGAR OG FJÖLSKYLDUR
RÁÐGJÖF OG FRÆÐSLA
Boðið er upp á fræðslu og aðstoð við úrvinnslu vanda á vinnustað fyrir starfsfólk og stjórnendur. Samskiptavandi, einelti, kynferðislegt áreiti, álag og stjórnunarvandi geta haft áhrif á starfsumhverfið, velferð á vinnustað og frammistöðu. Einnig er boðið upp á handleiðslu fyrir einstaklinga og hópa á vinnustað.
SAMSKIPTARÁÐGJÖF
Við bjóðum upp á ráðgjöf og fræðslu varðandi bætt samskipti á vinnustað. Góð samskipti auka árangur. Við veitum fyrirtækjum faglega þjónustu vegna samskiptavanda, í kjölfar eineltis, kynferðislegrar áreitni eða þegar alvarleg veikindi starfsfólks hafa reynt á.
SÁLRÆNN STUÐNINGUR
Boðið er upp á sálrænan stuðning fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana þegar erfiðleikar steðja að. Krísustjórnun, breytingastjórnun og yfirtökuferli geta notið góðs af því að hafa fagfólk á geðheilsusviði með í för.
Hópuppsagnir eða neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum geta einnig verið erfið fyrir starfsfólk.
SÁLFRÆÐILEGT MAT
Við bjóðum upp á sálfræðilegt mat fyrir fyrirtæki og stofnanir, fræðslu, handleiðslu fyrir fagfólk, stjórnendaráðgjöf, skýrslugerð fyrir tryggingarfyrirtæki eða dómstóla ásamt verktakavinnu fyrir barnaverndarnefndir, félagsþjónustur og aðrar opinberar stofnanir.
SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ
Boðið er upp á sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Veitt er gagnreynd meðferð við þunglyndi, kvíða, streituvanda, lágu sjálfsmati, prófkvíða, félagsfælni, sorg, áráttu og þráhyggju, reiðistjórnun og átröskun. Við veitum ráðgjöf í kjölfar ADHD greiningar og annarra greininga.
ÁFALLAMEÐFERÐ
Við veitum meðferð í kjölfar áfalls, til dæmis þess að missa ástvin, verða fyrir ofbeldi hvort sem um er að ræða líkamsárás, heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi, slys eða erfið veikindi. Notast er við hugræna atferlismeðferð, hugræna úrvinnslumeðferð í kjölfar áfalla, berskjöldun og EMDR meðferð.
FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ
Við bjóðum uppá stuðning við fjölskyldur í vanda. Við veitum gagnreynda meðferð og ráðgjöf til að takast á við og vinna úr álagi og samskiptavanda í fjölskyldum. Álag getur átt við líkamleg og andleg veikindi, áföll, sorgarferli, missi, barnauppeldi, ágreining og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.
SAMBANDSRÁÐGJÖF
Boðið er uppá para- og sambandsráðgjöf til að bæta samskipti og auka gleðina í sambandinu. Við beitum gagnreyndum aðferðum og hjálpum pörum að styrkja parasambandið, að vera vinir en samt par og finna jafnvægi í varðandi uppeldi og fjármál, vinnu og frítíma, kynlíf og samskipti.
FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
HAFÐU
SAMBAND
FÉLAGSRÁÐGJÖF
Félagsráðgjafarnir þekkja vel til félagslega kerfisins og aðstoða fólk við að fá þann stuðning sem kerfið býður uppá. Markmið þeirra er að vinna að lausn félagslegra vandamála sem hafa áhrif á persónulegan vanda og nota þeir til þess gagnreyndar aðferðir
KYNLÍFSRÁÐGJÖF
Boðið er uppá kynlífsráðgjöf fyrir pör og einstaklinga. Miðar
einstaklingsmeðferð að því að bæta lífsgæði og frelsa manneskjuna undan oki vegna áhrifa áfalla, lélegs sjálfsmats eða rangra upplýsinga sem hafa áhrif á þetta svið. Parameðferð miðar að því að parið vinni saman að lausn vandans til að öðlast aukin lífsgæði.
SÁLRÆNN STUÐNINGUR
Stundum verðum við fyrir krefjandi lífsreynslu, eins og atvinnumissi, erfiðum veikindum í fjölskyldu eða stöndum á einhverskonar tímamótum. Þá getur verið gott að leita eftir sálrænum stuðningi án þess að um eiginlega sálfræðimeðferð sé um að ræða.
GEÐLÆKNINGAR
Geðlæknar starfa með börnum, ungmennum og fullorðnum og sinna öllum almennum geðlækningum. Einungis er hægt að komast að hjá geðlæknum með tilvísun frá fagfólki.
SÁLFRÆÐILEGT MAT
Boðið er upp á almennt sálfræðilegt mat vegna geðraskana. Að auki eru unnin sálfræðileg möt vegna dómsmála og barnaverndarmála

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála starfar hjá Domus Mentis. Hlutverk hans er að veita aðstoð og leiðbeiningar fyrir þá sem hafa upplifað ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Markmið með starfi hans er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
DOMUS MENTIS - GEÐHEILSTUSTÖÐ
Þverholti 14 (4. hæð), 105 Reykjavík
dmg@dmg.is
581-1009
Panta tíma
Þú getur pantað tíma eða sent fyrirspurn hér fyrir neðan. Einnig er hægt að panta tíma í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is
Ef mál þitt þolir ekki bið er þér ráðlagt að hafa samband við bráðamóttöku Landspítalans í síma 543 4050 eða 543 1000. Hún er opin kl. 12:00 - 19:00 og kl. 13:00 - 17:00 um helgar og alla helgidaga.
Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.