top of page

Börn og skjátími: Leiðir fyrir foreldra

Getur barnið þitt ekki lagt frá sér símann eða vikið frá tölvunni?

Stjórnaðu skjátíma barnanna

Er barnið þitt sífellt pirrað, farið að vanrækja skóla, hætt að fara út að hitta vini sína, hætt að sækja tómstundir og svefninn orðinn óreglulegur þannig að notkunin er farin að stýra sólarhringnum? Þá gæti þetta námskeið verið byrjunin á að takast á við vandann.

Lærðu að taka á skjátíma barnanna

Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum aukna færni í að taka á skjátíma barna sinna. Kenndar eru árangursríkar aðferðir úr fjölskyldufræðum til að bæta samskipti milli foreldra og barns. Rætt er um leiðir til að hámarka gagnsemi tækjanna og draga eins mikið úr skaðsemi þeirra og hægt er. Þátttakendur fá með sér heim verkefni sem er valfrjálst að sinna. Aðeins eru kenndar gagnreyndar aðferðir á námskeiðinu.


4 vikna námskeið

Námskeiðið stendur í 4 vikur á þriðjudögum frá kl. 16:30 til 18:00 og er næsta námskeið 15. janúar 2019. Fræðslan fer fram í 8-12 manna hópum. Námskeiðið er haldið í Domus Mentis - Geðheilsustöð, Þverholti 14, 4. hæð, 105 Reykjavík.


Stéttarfélög taka þátt í kostnaði

Verð: 29.500 kr. fyrir foreldri ef báðir foreldrar koma saman er verðið: 43.500 kr. Mælt er með því að báðir foreldrar mæti á námskeiðið. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.

Skrá mig á námskeið

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að hringja í Domus Mentis – geðheilsustöð í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.

Stuðningsviðtal

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um námskeiðið vinsamlegast hafið samband við Domus Mentis geðheilsustöð í síma 581-1009 eða sendið tölvupóst á dmg@dmg.is. Einnig er hægt að fá paraviðtal fyrir eða eftir námskeiðið sé þess óskað. Viðtöl eru ekki innifalin í verði námskeiðs.

207 views

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page